þriðjudagur, 2. september 2008

Reykjavíkur Maraþon 2008


Jæja, ákvað loksins að hlaupa 21,1km í RM, langaði mest að taka heilt bara rétt undir 04:00:00 (farinn að sakna þess að hlaupa langt hægt) en ég átti ekki tíma í 21,1km. Ég átti að hlaupa 32km á 04:43 samkvæmt áætlun þannig að þá var bara að massa þessa "fáu" km í staðinn. Ég átti í erfiðleikum með að ákveða á hvaða hraða ég ætlaði að hlaupa á, en ekki yfir 04:24 var þó alveg víst. Viðurkenni að 04:15 var draumur og að koma undir 01:29:59 í mark. Langa hlaupið helgina á undan var frekar misheppnað, var alveg búinn eftir það og Gummi er enn lemstraður þó honum hafi gengið betur í því hlaupi, þannig að ég viðurkenni að hafa verið frekar smeykur fyrir hlaupið. Þá var bara að undirbúa sig vel. Ég var í fríi þessa vikuna þannig að ég var laus við að standa á flísunum upp í búð þá vikuna. Það hefur eflaust hjálpað mikið. Pasta var það eina sem var á matseðli fjölskyldunnar þessa vikuna, svo drakk ég slatta af Hig h5 drykkjum frá Afreksvörum. Þannig að ef hlaupið myndi misheppnast þá var búið að útiloka þennan þátt. Maraþon morguninn var tekinn snemma. Vaknaði 05:40 þ.e. 3 tímum fyrir hlaup og borðaði klassískan maraþon morgunmat, Cheerios, spelt ristabrauð og kaffi latte. Vakti svo Viktor um hálfsjö, en hann var að fara hlaupa 10km og stefndi á undir 50min. Við Viktor lögðum upp áætlun um hvernig best væri fyrir hann að hlaupa til að ná þessu markmiði. Ég hafði fengið lánað Garmin frá Lamba fyrir Viktor og sagði honum að horfa bara á pace-ið sem mætti ekki fara yfir 5:00. Ég fór svo ca 07:30 niðureftir lagði bílnum hjá Landakoti og rölti niður að starti, svaka stuð eins og alltaf. Gummi ætlaði að hlaupa með Ölmu sem hafði sett markið undir 01:50:00 þannig að ég hafði bara iPod og ég hafði sett gömlu góðu Rokk í RVK á og svo var bara að bíða. Ég hafði ekki enn ákveðið hvað ég ætlaði að gera 2min fyrir start. Eva Margrét var þarna og ég ákvað bara að sjá á hvað hraða hún myndi hlaupa. Búm og allir af stað. Fyrstu km fór ég þetta á 04:15-04:22. Fann strax að ég var í massa formi og gæti haldið þetta nokkurn veginn út á þessu pace-i. Svo kom þessi yndislegi kafli þar sem maður seig fram úr hinum og þessum. og á Sæbraut hafði ég tekið fram úr slatta af skokkurum og frekar góðum hlaupurum líka. Hjá Kaupþing var ég kominn fyrir aftan Trausta Vald og Örn. Ég spurði þá félaga á hvaða pace-i þeir væru að hlaupa. Þeir svöruðu glottandi að þeir ætluðu að vera á 04:30 en væru heldur hraðir. Þegar ég seig fram úr þeim félögum(þeir fóru heilt) fékk ég virðingar klapp á öxlina frá Trausta. Þegar ég kom að gámasvæðinu fann ég að ég var í MJÖG góðu formi, sleppti drykkjarstöðinni fyrir brekkuna. Allt í einu var ég kominn á Kleppsveg og áður en ég vissi var ég farinn að hlaupa á 03:56. Þessum hraða hélt ég til enda og kom í mark á 01:29:37. Ég fór strax útaf svæðinu og hljóp á móti Viktori. Viktor var á Geirsgötu þegar ég hitti hann. Hann var þreyttur en samt á fínu pace-i og takmarkið í höfn. Þegar við komum á Lækjargötu tók hann sprett og ég hætti fljótlega. Þegar ég hætti fór fólk að hvetja mig áfram og varna mér leið út úr brautinni. Elsku fólkið hélt að ég væri að gefast upp þegar 75 metrar voru eftir í mark. Góður endir á frábærum degi.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Ótrúlega gaman að lesa þessa færslu hjá þér. Ennþá skemmtilegra þar sem ég var að hlaupa í sama hlaupi. Massaflott hjá þér maður. Hlakka til þegar ég verð komin í svona svakalegt form :)