miðvikudagur, 10. september 2008

Hlauparar komið til liðs við okkur!

Hlauparar eru hvattir til að koma til liðs við Reykjavík Road Runners, sem setja markið hátt og ætla að hlaupa í World Marathon Majors og safna um leið áheitum til styrktar góðu málefni. Stór hópur hlaupara er á leið til Berlín nú í september og eru þeir sérstaklega hvattir til að taka þátt.
Þó menn ætli sér ekki í öll fimm eða séu á leið í einhver önnur maraþon þá er um að gera að taka þátt!
Hvað þarftu að gera?
Vera maraþonhlaupari með vilja til að láta gott af þér leiða samhliða maraþonhlaupum þínum.
Hvernig gerist þú liðsmaður?
Þér nægir að skrá þig í liðið Reykjavik Road Runners í Hlaupadagbókinni og þar með ertu einn af okkur. Þú sendir svo áheitatengil á síðu Unicef til sem flestra í kringum þig og safnar þannig áheitum samhliða maraþonhlaupum þínum.
Því fleiri sem við verðum því meira fé getum við safnað til styrktar hjálparstarfi UNICEF fyir bágstödd börn víða um heim.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært framtak!