þriðjudagur, 30. september 2008

Svona gera meistarar

Eins og alþjóð veit þá setti Haile Gebrselassie heimsmet á sunnudaginn í Berlín. Mjög gaman að hafa verið þátttakandi í sama hlaupi og hafa séð meistarann hylltan af lýðnum um kvöldið í maraþonfögnuði.
Kíkti á split tímana hjá meistaranum:











kmsamtalslappace
5 km00:14:3500:14:3500:02:55
10 km00:29:1300:14:3800:02:56
15 km00:44:0300:14:5000:02:58
20 km00:58:5000:14:4700:02:57
25 km01:13:4100:14:5100:02:58
30 km01:28:2700:14:4600:02:57
35 km01:43:0500:14:3800:02:56
40 km01:57:3400:14:2900:02:54
42,19502:03:5900:06:2500:02:55

ótrúlega jafn hraði allt hlaupið!

sunnudagur, 28. september 2008

35. real,- Berlin Marathon 2008

  
     Vorläufiges Ergebnis für / Preliminary Result for  
  
 Pétur Ivarsson
  
     about ...   
    Startnummer / Start Number14161
    Bewerb / CompetitionMarathon
    Verein / ClubReykjavik Road Runners
    Nation / NationISL
  
     ranking ...
    Rang / Rank2253
    Klassenrang / Class Rank (M35)501
  
     timing ...
    Nettozeit / Chip Total3:08:11
    Geschwindigkeit / Speed13.5 km/h
   4:28 min/km
  
    Brutto / Gross3:08:55
    Halbmarathon 1 / Half Time 11:34:34
    Halbmarathon 2 / Half Time 2 1:33:37
  
    km 5     0:22:30
    km 10     0:45:18
    km 15     1:07:43
    km 20     1:29:47
    km 25     1:51:42
    km 30     2:13:48
    km 35     2:35:52
    km 40     2:58:20
        
     
  
  Herzlichen Glückwunsch / Congratulations
  
www.berlin-marathon.com
  

35. real,- Berlin Marathon 2008

  
     Vorläufiges Ergebnis für / Preliminary Result for  
  
 Gudmundur Gudnason
  
     about ...   
    Startnummer / Start Number34284
    Bewerb / CompetitionMarathon
    Verein / ClubReykjavik Road Runners
    Nation / NationISL
  
     ranking ...
    Rang / Rank5974
    Klassenrang / Class Rank (M35)1175
  
     timing ...
    Nettozeit / Chip Total3:27:57
    Geschwindigkeit / Speed12.2 km/h
   4:56 min/km
  
    Brutto / Gross3:28:42
    Halbmarathon 1 / Half Time 11:34:37
    Halbmarathon 2 / Half Time 2 1:53:20
  
    km 5     0:22:29
    km 10     0:45:17
    km 15     1:07:43
    km 20     1:29:47
    km 25     1:52:33
    km 30     2:17:26
    km 35     2:45:38
    km 40     3:14:31
        
     
  
  Herzlichen Glückwunsch / Congratulations
  
www.berlin-marathon.com
  

35. real,- Berlin Marathon 2008

  
     Vorläufiges Ergebnis für / Preliminary Result for  
  
 Runar Marino Ragnarsson
  
     about ...   
    Startnummer / Start Number23633
    Bewerb / CompetitionMarathon
    Verein / ClubÁrbæjarskokk
    Nation / NationISL
  
     ranking ...
    Rang / Rank2846
    Klassenrang / Class Rank (M35)613
  
     timing ...
    Nettozeit / Chip Total3:12:34
    Geschwindigkeit / Speed13.1 km/h
   4:34 min/km
  
    Brutto / Gross3:14:30
    Halbmarathon 1 / Half Time 11:34:15
    Halbmarathon 2 / Half Time 2 1:38:18
  
    km 5     0:22:40
    km 10     0:45:03
    km 15     1:07:22
    km 20     1:29:31
    km 25     1:51:52
    km 30     2:14:37
    km 35     2:37:26
    km 40     3:01:38
        
     
  
  Herzlichen Glückwunsch / Congratulations
  
www.berlin-marathon.com
  

3 félagar kláruðu Berlín Maraþonið

Við hlupum í morgun í frábæru veðri og bestu aðstæðum.
Pétur náði markmiðinu og hljóp á mjög góðum tíma 3:08:11.
Rúnar náði sínu markmiði og var á 3:12:34 og er því búinn að ná lágmarkinu fyrir Boston.
Ég náði ekki að halda hraða vegna kálfavandræða en kláraði samt á 3:27:57 og er mjög sáttur við það miðað við ástand.

Nú verður fagnað. Meira síðar.

þriðjudagur, 23. september 2008

Berlín um helgina - við söfnum áheitum fyrir UNICEF

Skrá áheit til styrktar UNICEF
Við erum á leið til Berlín um helgina og hlaupum þar maraþon á sunnudaginn.
Við skorum á alla sem vettlingi geta valdið til að heita á okkur og styrkja með því hjálparstarf UNICEF. Þeir fjármunir sem safnast munu renna til hjálparstarfs UNICEF fyir bágstödd börn víða um heim.
Til þess að heita á okkur, smelltu þá hér og þér verður vísað á áheitasíðu hjá UNICEF þar sem þú getur ákveðið upphæð og sett inn kortanúmer þitt.

föstudagur, 19. september 2008

Skráning í liðið

Áhugasamir hlauparar geta skráð sig í liðið með því að svara þessari færslu, senda mér skilaboð í hlaupadabókinni eða senda mér tölvupóst
Til að leiðrétta og fyrirbyggja misskilning þá þurfa menn ekki að skuldbinda sig til að ætla að hlaupa í World Marathon Majors heldur aðeins að hafa vilja til að láta gott af sér leiða með maraþonhlaupum sínum.

Nýtt lógó


Reykjavík Road Runners eru komnir með nýtt lógó sem verður notað á boli, á vefsíðuna og fleira. Eva Hrönn hjá Kría design á heiðurinn af lógóinu. Við erum einnig loksins komnir með Asics keppnisboli fyrir liðið sem verða merktir liðinu, Unicef og Íslenska fánanum.
Liðsmenn geta nálgast lógó hér til prentunar á boli eða til hvers kyns nota.

miðvikudagur, 10. september 2008

Hlauparar komið til liðs við okkur!

Hlauparar eru hvattir til að koma til liðs við Reykjavík Road Runners, sem setja markið hátt og ætla að hlaupa í World Marathon Majors og safna um leið áheitum til styrktar góðu málefni. Stór hópur hlaupara er á leið til Berlín nú í september og eru þeir sérstaklega hvattir til að taka þátt.
Þó menn ætli sér ekki í öll fimm eða séu á leið í einhver önnur maraþon þá er um að gera að taka þátt!
Hvað þarftu að gera?
Vera maraþonhlaupari með vilja til að láta gott af þér leiða samhliða maraþonhlaupum þínum.
Hvernig gerist þú liðsmaður?
Þér nægir að skrá þig í liðið Reykjavik Road Runners í Hlaupadagbókinni og þar með ertu einn af okkur. Þú sendir svo áheitatengil á síðu Unicef til sem flestra í kringum þig og safnar þannig áheitum samhliða maraþonhlaupum þínum.
Því fleiri sem við verðum því meira fé getum við safnað til styrktar hjálparstarfi UNICEF fyir bágstödd börn víða um heim.

þriðjudagur, 2. september 2008

Reykjavíkur Maraþon 2008


Jæja, ákvað loksins að hlaupa 21,1km í RM, langaði mest að taka heilt bara rétt undir 04:00:00 (farinn að sakna þess að hlaupa langt hægt) en ég átti ekki tíma í 21,1km. Ég átti að hlaupa 32km á 04:43 samkvæmt áætlun þannig að þá var bara að massa þessa "fáu" km í staðinn. Ég átti í erfiðleikum með að ákveða á hvaða hraða ég ætlaði að hlaupa á, en ekki yfir 04:24 var þó alveg víst. Viðurkenni að 04:15 var draumur og að koma undir 01:29:59 í mark. Langa hlaupið helgina á undan var frekar misheppnað, var alveg búinn eftir það og Gummi er enn lemstraður þó honum hafi gengið betur í því hlaupi, þannig að ég viðurkenni að hafa verið frekar smeykur fyrir hlaupið. Þá var bara að undirbúa sig vel. Ég var í fríi þessa vikuna þannig að ég var laus við að standa á flísunum upp í búð þá vikuna. Það hefur eflaust hjálpað mikið. Pasta var það eina sem var á matseðli fjölskyldunnar þessa vikuna, svo drakk ég slatta af Hig h5 drykkjum frá Afreksvörum. Þannig að ef hlaupið myndi misheppnast þá var búið að útiloka þennan þátt. Maraþon morguninn var tekinn snemma. Vaknaði 05:40 þ.e. 3 tímum fyrir hlaup og borðaði klassískan maraþon morgunmat, Cheerios, spelt ristabrauð og kaffi latte. Vakti svo Viktor um hálfsjö, en hann var að fara hlaupa 10km og stefndi á undir 50min. Við Viktor lögðum upp áætlun um hvernig best væri fyrir hann að hlaupa til að ná þessu markmiði. Ég hafði fengið lánað Garmin frá Lamba fyrir Viktor og sagði honum að horfa bara á pace-ið sem mætti ekki fara yfir 5:00. Ég fór svo ca 07:30 niðureftir lagði bílnum hjá Landakoti og rölti niður að starti, svaka stuð eins og alltaf. Gummi ætlaði að hlaupa með Ölmu sem hafði sett markið undir 01:50:00 þannig að ég hafði bara iPod og ég hafði sett gömlu góðu Rokk í RVK á og svo var bara að bíða. Ég hafði ekki enn ákveðið hvað ég ætlaði að gera 2min fyrir start. Eva Margrét var þarna og ég ákvað bara að sjá á hvað hraða hún myndi hlaupa. Búm og allir af stað. Fyrstu km fór ég þetta á 04:15-04:22. Fann strax að ég var í massa formi og gæti haldið þetta nokkurn veginn út á þessu pace-i. Svo kom þessi yndislegi kafli þar sem maður seig fram úr hinum og þessum. og á Sæbraut hafði ég tekið fram úr slatta af skokkurum og frekar góðum hlaupurum líka. Hjá Kaupþing var ég kominn fyrir aftan Trausta Vald og Örn. Ég spurði þá félaga á hvaða pace-i þeir væru að hlaupa. Þeir svöruðu glottandi að þeir ætluðu að vera á 04:30 en væru heldur hraðir. Þegar ég seig fram úr þeim félögum(þeir fóru heilt) fékk ég virðingar klapp á öxlina frá Trausta. Þegar ég kom að gámasvæðinu fann ég að ég var í MJÖG góðu formi, sleppti drykkjarstöðinni fyrir brekkuna. Allt í einu var ég kominn á Kleppsveg og áður en ég vissi var ég farinn að hlaupa á 03:56. Þessum hraða hélt ég til enda og kom í mark á 01:29:37. Ég fór strax útaf svæðinu og hljóp á móti Viktori. Viktor var á Geirsgötu þegar ég hitti hann. Hann var þreyttur en samt á fínu pace-i og takmarkið í höfn. Þegar við komum á Lækjargötu tók hann sprett og ég hætti fljótlega. Þegar ég hætti fór fólk að hvetja mig áfram og varna mér leið út úr brautinni. Elsku fólkið hélt að ég væri að gefast upp þegar 75 metrar voru eftir í mark. Góður endir á frábærum degi.

Áheitasíða tilbúin

Síða til móttöku áheita er tilbúin hjá UNICEF. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að heita á okkur og styrkja UNICEF. Þeir fjármunir sem safnast munu renna til hjálparstarfs UNICEF fyir bágstödd börn víða um heim.
Smelltu hér til að skrá áheit.